TAKTU ÞÁTT

SENDU FRÍTT HRÓS!

Við þekkjum öll einhvern sem er til fyrirmyndar. Nú er tíminn til að klappa hvert öðru á bakið og senda hrós. Það kostar nefnilega ekkert!

Bæði er hægt að senda hrós með því að setja bréfið ófrímerkt í póst innanlands eða hlaða niður rafrænu bréfi og deila því á samfélagsmiðlum eða senda í tölvupósti.

Frí eintök af bréfum með yfirskriftinni ,,Takk fyrir að vera til fyrirmyndar" er hægt að nálgast í pósthúsum, í útibúum Landsbankans og í verslunum Nettó, Krónunnar og Bónus um land allt.

Rafræn bréf á fjölmörgum tungumálum má nálgast hér.

HEIMSÓTTU TAKK VEGGI VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ

Yfir 20 TAKK veggir hafa verið málaðir hringinn í kringum landið. Hér getur þú séð hvar TAKK veggirnir eru.

DEILDU MYNDUM Á SAMFÉLAGSMIÐLUM 

Hægt er að taka þátt í hvatningarátakinu á Instagram og Facebook undir merkjunum @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar.

Við skorum á ykkur að birta myndir af bréfum sem þið skrifið, bréfum sem þið fáið eða með því að deila myndum af ykkur og ykkar fólki fyrir framan ,,Takk veggi” sem hafa verið málaðir víða um land.


FYLGSTU MEÐ & TAKTU ÞÁTT

@tilfyrirmyndar #tilfyrirmyndar

TAKK VEGGIR

,,Takk veggir" hafa verið málaðir víða um land þar sem skemmtilegt er að taka myndir af sér og sínum og deila á samfélagsmiðlum undir merkjunum @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar

Birtu mynd af Takk vegg á samfélagsmiðlum og merktu við #tilfyrirmyndar - þú gætir unnið gjafakörfu að andvirði 100.000 kr. 


EFTIRTALDIR STAÐIR HAFA SETT UPP TAKK VEGGI:

Akranes á gamla Landsbankahúsinu í miðbænum
Akureyri við sundlaugina
Borgarnes
Dalvík 
Egilsstaðir
Flateyri
Garðabær - undirgöng við Hafnarfjarðarveg
Grundafjörður - Samkomuhúsið, Sólvöllum
Hafnarfjörður - Strandgata 4
Höfn í Hornafirði
Hólmavík - Galdasafnið
Hveragerði - Austurmörk
Ísafjörður
Keflavík
Kirkjubæjarklaustur
Mosfellsbær - Þverholt 1
Ólafsvík - Norðurtangi
Reykjavík - Laugavegur 73
Reykjanesbær
Seltjarnarnes - hitaveituhúsið við Gróttu vita og Valhúsarskóli
Suðureyri
Suðurnesjabær 
Vestmanneyjar - Tangagata 1
Þingeyri
Þorlákshöfn

HVATNINGARÁTAKIÐ
TIL FYRIRMYNDAR

HVATNINGARÁTAKIÐ
TIL FYRIRMYNDAR


Til fyrirmyndar er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.

Fyrir 40 árum stigu Íslendingar framfaraskref á heimsvísu með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur, það var til fyrirmyndar.

Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert 
og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
"Skal þó á það minnt að við erum öll samábyrg við rekstur þessa þjóðfélags, hver í sinu starfi, öll siðferðilega bundin af hagsmunum heildarinnar fremur en okkar eigin, sem kunna að vera tengdir líðandi degi. Framtíðin er alltaf á næsta leiti við hvert augnablik sem líður og til hennar verðum við fyrst og síðast að líta með enn gæfuríkara líf fyrir alla í huga."

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR 

SAMSTARFSAÐILAR


AFHENDINGARSTAÐIR



Eintök af bréfinu er hægt að nálgast frítt um allt land



Bréfið fylgdi einnig frítt með Morgunblaðinu í aldreifingu á þjóðhátíðardegi Íslands þann 17. júní.


BAKHJARLAR


VELUNNARAR


HAFÐU SAMBAND

Share by: